Ólafía Þórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. mars 2017 02:00 Ólafía Þórunn horfir hér á eftir höggi á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring Kia Classic mótsins á LPGA-mótaröðinni en Ólafía fékk tvo fugla og þrjá skolla á hringnum og er þegar þetta er skrifað í 65. sæti. Fer mótið fram í Carlsbad í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en góður árangur á þessu móti gæti tryggt Ólafíu þátttökurétt á fyrsta risamóti ársins um næstu helgi. Ólafía fór vel af stað en tveir skollar á seinustu tveimur holunum gerðu það að verkum að hún er yfir pari eftir fyrsta hring. Kom Ólafía inn í mótið eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Arizona helgina áður en þá kostuðu mistök á lokaholum annars hringsins hana á endanum þátttökuréttinn það sem eftir lifði móts. Sá hringur virtist eitthvað sitja í henni á fyrstu holu en innáhöggið hitti ekki flötina eftir gott upphafshögg. Neyddist hún því að reyna að bjarga parinu með góðu þriðja höggi en tvípútt kostaði hana högg strax á fyrstu holu. Þrátt fyrir mistök fyrstu brautar lét Ólafía tapaða höggið ekki trufla sig og fékk hún fimm pör í röð þar til kom að fyrsta fugli dagsins á sjöundu braut. Var hún að hitta flatirnar vel og að koma sér í fuglafæri en var þó alltaf með örugg pör. Lék hún næstu tvær holur eftir það á pari og var hún því á pari eftir fyrri níu holurnar en hún fylgdi því eftir með pari á næstu fjórum holum en aðeins einu sinni neyddist hún til að bjarga parinu eftir að hafa misst af flötinni í innáhöggi. Á fjórtándu braut fékk Ólafía síðan annan fugl sinn á par 3 holu sem liggur töluvert niður í móti en gott upphafshögg hennar stillti fullkomnlega upp fyrir fuglapúttið. Því fylgdu tvö pör í röð áður en hún tapaði höggi á lengstu holu vallarins, sautjándu braut sem er par fimm hola. Eftir að hafa misst af brautinni í upphafshögginu og flötinni í þriðja högginu tvípúttaði hún fyrir skollanum og var því komin á par á ný. Á átjándu braut komst Ólafía inn á flötina í öðru höggi líkt og oft áður á hringnum í dag en fyrsta þrípútt dagsins reyndist henni dýrkeypt og fékk hún því skolla aðra holuna í röð og lauk hringnum á einu höggi yfir pari. Ólafía leikur annan hringinn á morgun í Kaliforníu en eins og staðan er núna er hún við niðurskurðarlínuna þegar kemur að því eftir tvo hringi. Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring Kia Classic mótsins á LPGA-mótaröðinni en Ólafía fékk tvo fugla og þrjá skolla á hringnum og er þegar þetta er skrifað í 65. sæti. Fer mótið fram í Carlsbad í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en góður árangur á þessu móti gæti tryggt Ólafíu þátttökurétt á fyrsta risamóti ársins um næstu helgi. Ólafía fór vel af stað en tveir skollar á seinustu tveimur holunum gerðu það að verkum að hún er yfir pari eftir fyrsta hring. Kom Ólafía inn í mótið eftir að hafa misst af niðurskurðinum í Arizona helgina áður en þá kostuðu mistök á lokaholum annars hringsins hana á endanum þátttökuréttinn það sem eftir lifði móts. Sá hringur virtist eitthvað sitja í henni á fyrstu holu en innáhöggið hitti ekki flötina eftir gott upphafshögg. Neyddist hún því að reyna að bjarga parinu með góðu þriðja höggi en tvípútt kostaði hana högg strax á fyrstu holu. Þrátt fyrir mistök fyrstu brautar lét Ólafía tapaða höggið ekki trufla sig og fékk hún fimm pör í röð þar til kom að fyrsta fugli dagsins á sjöundu braut. Var hún að hitta flatirnar vel og að koma sér í fuglafæri en var þó alltaf með örugg pör. Lék hún næstu tvær holur eftir það á pari og var hún því á pari eftir fyrri níu holurnar en hún fylgdi því eftir með pari á næstu fjórum holum en aðeins einu sinni neyddist hún til að bjarga parinu eftir að hafa misst af flötinni í innáhöggi. Á fjórtándu braut fékk Ólafía síðan annan fugl sinn á par 3 holu sem liggur töluvert niður í móti en gott upphafshögg hennar stillti fullkomnlega upp fyrir fuglapúttið. Því fylgdu tvö pör í röð áður en hún tapaði höggi á lengstu holu vallarins, sautjándu braut sem er par fimm hola. Eftir að hafa misst af brautinni í upphafshögginu og flötinni í þriðja högginu tvípúttaði hún fyrir skollanum og var því komin á par á ný. Á átjándu braut komst Ólafía inn á flötina í öðru höggi líkt og oft áður á hringnum í dag en fyrsta þrípútt dagsins reyndist henni dýrkeypt og fékk hún því skolla aðra holuna í röð og lauk hringnum á einu höggi yfir pari. Ólafía leikur annan hringinn á morgun í Kaliforníu en eins og staðan er núna er hún við niðurskurðarlínuna þegar kemur að því eftir tvo hringi.
Golf Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira