Guðni lét til sín taka í Bergen: „Loksins fæ ég að gera eitthvað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2017 23:30 Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprin á dögunum. Vísir/EPA Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017 Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi. „Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde. Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum. Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag. Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi. „Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag. Storfint besøk av president Guðni Th. Jóhannesson i Bergen https://t.co/fI0SJrDKeT pic.twitter.com/0DwuZsm2yg— Hermann Ingólfsson (@hingolfsson) March 23, 2017
Forseti Íslands Noregur Guðni Th. Jóhannesson Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30 Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. 22. mars 2017 20:30
Þórir Hergeirsson sæmdur konunglegri orðu Heiðursorðuna hljóta þeir sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu Noregs. 22. mars 2017 13:23
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18