Síðasti landsleikurinn með Albaníu gegn Íslandi en er fyrirliði Kósóvó í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 11:30 Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í gær. Vísir/Getty Markvörðurinn og fyrirliðinn Samir Ujkani er í hópi þeirra leikmanna Kósóvó sem eiga leiki að baki með A-landsliði nágrannaríkisins Albaníu. Ujkani verður í marki Kósóvó sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld. Ujkani á 20 landsleiki að baki með Albaníu en síðasti leikur hans með því liði var einmitt gegn Íslandi þann 12. október 2012, er Ísland vann góðan 2-1 sigur í Tirana með glæsilegu marki Gylfa Þórs Sigurðssonar beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Ujkani er fæddur í Kósóvó og þegar knattspyrnusamband landsins var viðurkennt af FIFA og heimilt að spila vináttulandsleiki var ríkisborgurum Kósóvó heimilt að sækja um að spila með landsliðinu, þó svo að þeir ættu leiki að baki með öðrum landsliðum. Ujkani er ekki sá eini sem leiki að baki með landsliði Albaníu en sóknarmaðurinn Besart Berisha, sem gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Kósóvó í kvöld, spilaði einnig með albanska landsliðinu á árum áður. Alls eiga átta leikmenn í landsliðshópi Kósóvó A-landsleik að baki með öðrum þjóðum víða um Evrópu. „Ég man vel eftir báðum leikjunum gegn Íslandi,“ sagði Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í Shkoder í gær. „Við höfum skoðað íslenska liðið vel og vitum hvað býr í því. Þetta eru sérstaklega öflugir skotmenn og við þurfum að varast langskotin þeirra.“ Ujkani er 28 ára sem spilaði með yngri liðum Anderlecht áður en hann fór til Palermo árið 2007. Síðan þá hefur hann spilað á Ítalíu og er nú á mála hjá Pisa í B-deildinni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Markvörðurinn og fyrirliðinn Samir Ujkani er í hópi þeirra leikmanna Kósóvó sem eiga leiki að baki með A-landsliði nágrannaríkisins Albaníu. Ujkani verður í marki Kósóvó sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í Shkoder í kvöld. Ujkani á 20 landsleiki að baki með Albaníu en síðasti leikur hans með því liði var einmitt gegn Íslandi þann 12. október 2012, er Ísland vann góðan 2-1 sigur í Tirana með glæsilegu marki Gylfa Þórs Sigurðssonar beint úr aukaspyrnu á 81. mínútu. Ujkani er fæddur í Kósóvó og þegar knattspyrnusamband landsins var viðurkennt af FIFA og heimilt að spila vináttulandsleiki var ríkisborgurum Kósóvó heimilt að sækja um að spila með landsliðinu, þó svo að þeir ættu leiki að baki með öðrum landsliðum. Ujkani er ekki sá eini sem leiki að baki með landsliði Albaníu en sóknarmaðurinn Besart Berisha, sem gæti spilað sinn fyrsta landsleik með Kósóvó í kvöld, spilaði einnig með albanska landsliðinu á árum áður. Alls eiga átta leikmenn í landsliðshópi Kósóvó A-landsleik að baki með öðrum þjóðum víða um Evrópu. „Ég man vel eftir báðum leikjunum gegn Íslandi,“ sagði Ujkani á blaðamannafundi Kósóvó í Shkoder í gær. „Við höfum skoðað íslenska liðið vel og vitum hvað býr í því. Þetta eru sérstaklega öflugir skotmenn og við þurfum að varast langskotin þeirra.“ Ujkani er 28 ára sem spilaði með yngri liðum Anderlecht áður en hann fór til Palermo árið 2007. Síðan þá hefur hann spilað á Ítalíu og er nú á mála hjá Pisa í B-deildinni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30 Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30 Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15 Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00 Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Stórefnilegur framherji Kósóvó bíður enn eftir leikheimild Donis Avdijaj er á mála hjá þýska stórliðinu Schalke og þykir afar efnilegur sóknarmaður. 24. mars 2017 09:30
Við öllu búnir gegn Kósóvó Ísland þarf á þremur stigum að halda þegar liðið mætir Kósóvó í nágrannaríkinu Albaníu í kvöld. Um fremur óþekktan andstæðing er að ræða og renna strákarnir okkar því að nokkru leyti blint í sjóinn í kvöld. Fjarvera lykilm 24. mars 2017 06:30
Heimir: Jafntefli yrði vonbrigði Landsliðsþjálfarinn segir að allt annað en sigur á móti Kósovó yrðu vonbrigði fyrir strákana okkar. 23. mars 2017 10:15
Strákarnir æfðu á iðagrænu grasi í Shkoder | Myndir Strákarnir okkar æfðu í Skhoder í Albaníu í dag fyrir leikinn á móti Kósovó annað kvöld. 23. mars 2017 15:00
Þjálfari Kósóvó: Meiri líkur á íslenskum sigri Albert Bunjaki hrósaði íslenska landsliðinu á blaðamannafundi landsliðs Kósóvó í dag. 23. mars 2017 17:48