Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins 24. mars 2017 21:44 Strákarnir okkar eru komnir upp í 2. sæti I-riðils. vísir/epa Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins sem átti undir högg að sækja lengi vel í leiknum. Stigin þrjú komu þó í hús og þau skiluðu Íslandi upp í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu. Gylfi Þór Sigurðsson var að mati Vísis maður leiksins í dag með átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í markinu sem Kósóvó skoraði snemma í síðari hálfleik. Virtist öruggur í sínum aðgerðum.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Átti gott hlaup inn í teig þegar hann nældi í vítaspyrnuna sem skapaði annað mark Íslands í leiknum. Duglegur, eins og alltaf, og hélt sinum manni í skefjum í sínum sjötugasta landsleik.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu sem nýttist á báðum endum vallarins. Samvinna hans við Ragnar gekk vel, eins og svo oft áður síðustu misserin.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Hefur ekki spilað mikið að undanförnu en það var ekki að sjá á leik hans. Fékk eins og félagar hans í vörninni nóg að gera en leysti sitt vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti lítið erindi í skallaeinvígið við Nuhiu er Kósóvó minnkaði muninn. Var mikið í boltanum og reyndi eins og hann gat að leggja sitt af mörkum í sókninni.Emil Hallfreðsson, hægri kantmaður 5 Dró sig mikið inn á miðjuna og hjálpaði til í varnarleiknum. En það kom lítið úr honum fram á við og þess var saknað í sóknarleik íslenska liðsins.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Eins og svo oft áður í afar mikilvægu hlutverki inni á miðjunni. Gerði sitt vel en gat lítið sótt fram á við.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 - maður leiksins Framlag hans skiptir íslenska liðið svo svakalega miklu máli og það sýndi sig enn og aftur í kvöld - sérstaklega í báðum mörkum Íslands í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða, enn og aftur.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Duglegur og átti þátt í fyrsta marki Íslands en framlag hans fram á við hefði mátt skila sér oftar í hættulegri færum. Virtist stundum eilítið villtur með boltann.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 7 Skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og gerði það vel. Markið var mikill léttir eftir strembnar upphafsmínútur. Fékk annars úr litlu að moða.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Var duglegur framan af og reyndi að ógna nokkrum sinnum með ágætum marktilraunum en annars komið lítið úr Viðari í þessum leik.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 69. mínútu) 6 Var að venju duglegur og átti einn ágætis skalla yfir mark Kósóvó.Rúrik Gíslason- (Kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 72. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Ólafur Ingi Skúlason - (Kom inn á Björn Bergmann Sigurðarson á 86. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52 Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Tyrkir hoppuðu upp fyrir Ísland | Sjáðu mörkin Tyrkland vann sannfærandi sigur, 2-0, á Finnum í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. 24. mars 2017 18:52
Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 1-2 | Snilldartaktar Gylfa skiluðu þrem stigum Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:30