Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meira máli en hreimurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 12:30 Nichole Leigh Mosty og Eliza Reid. Vísir/Vilhelm Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“ Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira