„Hættulegt“ að þvinga lífeyrissjóðina út Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2017 14:18 Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Valli/Eyþór Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar. Víglínan Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar.
Víglínan Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira