Í tilefni af því var sérstakur upphitunarþáttur af Domino's Körfuboltakvöldi á dagskrá í kvöld.
Þar voru einnig veitt verðlaun fyrir seinni hluta deildarkeppninnar.
Snæfell og Keflavík, tvö efstu lið deildarinnar, hirtu öll einstaklingsverðlaunin.
Hin bandaríska Aaryn Ellenberg, leikmaður Snæfells, var valin besti leikmaður seinni hlutans og besti þjálfarinn kom einnig úr röðum Snæfells; Ingi Þór Steinþórsson.
Ellenberg var að sjálfsögðu í úrvalsliði seinni hlutans ásamt samherja sínum, Berglindi Gunnarsdóttur, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur, Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur úr Skallagrími og Stjörnukonunni Rögnu Margréti Brynjarsdóttur.
Keflvíkingurinn Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var valin besti varnarmaðurinn og samherji hennar, Birna Valgerður Benónýsdóttir, bestu ungi leikmaðurinn.
Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómarinn.
Upphitunarþáttinn má sjá með því að smella hér.
Úrvalslið seinni hluta Domino's deildar kvenna 2016-17:
Aaryn Ellenberg, Snæfell
Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjarnan
Besti leikmaðurinn:
Aaryn Ellenberg, Snæfell
Besti þjálfarinn:
Ingi Þór Steinþórsson, Snæfell
Besti varnarmaðurinn:
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Keflavík
Besti ungi leikmaðurinn:
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík
Besti dómarinn:
Sigmundur Már Herbertsson