Gerðu mikið úr aðkomu þýska bankans Höskuldur Kári Schram skrifar 27. mars 2017 19:30 Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forsvarsmenn S-hópsins svokallaða lögðu mikla áherslu á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum hópsins á tæplega fimmtíu prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Ný gögn benda hins vegar til þess að um málamyndagjörning hafi verið að ræða og að bankinn hafi aldrei tekið neina fjárhagslega áhættu í málinu. Sérstakri rannsóknarnefnd á vegum Alþingis var gert að skoða aðkomu þýska bankans á kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Búist er við því að nefndin skili niðurstöðu sinni á miðvikudag. Í Fréttablaðinu í dag er vísað til gagna sem rannsóknarnefndin hefur aflað sér en þar segir að aðkoma þýska bankans að þessum kaupum hafi verið til málamynda. Bankanum hafi verið tryggt skaðleysi af þessari þátttöku og ekki tekið neina fjárhagslega áhættu. Rúmum tveimur árum eftir kaupin var þýski bankinn búinn að selja allan hlutinn til annarra hluthafa innan S-hópsins. Aðkomu þýska bankans að kaupum S-hópsins í Búnaðarbankanum á sínum tíma var sérstaklega fagnað enda höfðu stjórnvöld lagt áherslu á að fá erlend fjármálafyrirtæki inn í eigendahóp íslensku bankanna. Í fréttatilkynningum sem S-hópurinn sendi á fjölmiðla eftir að búið var að ganga frá kaupunum segir meðal annars að það séu mikil tíðindi að traustur, erlendur banki taki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjármálastofnun. Búnaðarbankinn komi til með að njóta þekkingar, reynslu og viðskiptasambanda þýska bankans í starfsemi sinni. Í fréttatilkynningu sem Hauck & Aufhäuser bankinn sendi á fjölmiðla á svipuðum tíma segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting og að þýski bankinn telji sig ennfremur hafa hag af því að miðla af sérþekkingu sinni til hins íslenska banka. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að um blekkingarleik hafi verið að ræða og að þýski bankinn hafi aldrei haft áhuga á því að eignast í íslenskum banka. Logi Einarssonar formaður Samfylkingarinnar segir að þetta varpi frekari ljósi á það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Valgerður Sverrisdóttir, sem gengdi embætti viðskiptaráðherra á tímum einkavæðingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það sé full ástæða til þess að kanna þetta mál frekar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ólafur Ólafsson fjárfestir baðst undan viðtali. Í samtali við fréttablaðið í dag vísar hann því hins vegar á bug að um blekkingu hafi verið að ræða.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira