Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í dag 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í vináttuleikjum í næsta mánuði.
Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru Agla María Albertsdóttir, 17 ára gamall miðjumaður Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, 19 ára gamall varnarmaður Breiðabliks.
Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmaður Stjörnunnar, kemur inn í hópinn frá Algarve-mótinu en hún var kölluð þangað vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen sem er enn þá frá. Andrea Rán Hauksdóttir kemur einnig inn í hópinn en hún var ekki með á Algarve.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals, er ekki í hópnum að þessu sinni en Dóra María Lárusdóttir er heldur ekki með vegna meiðsla. Hún sleit krossband og verður lengi frá. Einnig vantar hina sterku Dagnýju Brynjarsdóttur.
Stelpurnar okkar mæta Slóvakíu fimmtudaginn 6. apríl og Hollandi þriðjudaginn 11. apríl. Holland er gestgjafi EM í sumar en Ísland og Holland mættust síðast í apríl fyrir tveimur árum og þá höfðu okkar stúlkur betur, 2-1.
Hópurinn á móti Slóvakíu og Hollandi:
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Sandra Sigurðardóttir, Val
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Varnarmenn:
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstard
Hrafnhildur Hauksdóttir, Val
Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki
Elísa Viðarsdóttir, Val
Hallbera Guðný Gísladóttir, Djurgården
Miðjumenn:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Breiðabliki
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Sóknarmenn:
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, BReiðabliki
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val
Guðmunda Brynja Óladóttir, Stjörnunni
Elín Metta Jensen, Val
