Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna góðan sigur Bayern Munchen á Eintracht Frankfurt, 3-0.
Robert Lewandowski skoraði tvö mörk fyrir Bayern í leiknum og Douglas Costa gerði eitt.
Hertha Berlin vann frábæran sigur á Borussia Dortmund, 2-1, í leik sem fram fór í Berlín.
Salomon Kalou og Marvin Plattenhardt skoruðu mörk Hertha en það var markahrókurinn Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði eina mark Dortmund.
Bayern Munchen er í efsta sæti deildarinnar með 59 stig, tíu stigum á undan RasenBallsport Leipzig sem tapaði fyrir Wolfsburg í dag. Dortmund í því þriðja með 43 stig.
Hér má sjá úrslitin í þýska boltanum í dag:
Bayern Munich 3 - 0 Eintracht Frankfurt
Darmstadt 2 - 1 Mainz 05
Freiburg 1 - 1 Hoffenheim
Hertha Berlin 2 - 1 Borussia Dortmund
RasenBallsport Leipzig 0 - 1 Wolfsburg
Lewandowski heitur á meðan Dortmund tapaði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
