Leikmaðurinn sem Barcelona má ekki vera án og hann heitir ekki Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:30 Samuel Umtiti í hópi leikmanna Barcelona. Vísir/Getty Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Barcelona tapaði í spænsku deildinni um helgina og náði þar með ekki að fylgja eftir mögnuðum sigri sínum á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í síðustu viku. Lionel Messi var með Barcelona í leiknum en liðið saknaði hinsvegar Brasilíumannsins Neymar og franska varnarmannsins Samuel Umtiti. Neymar átti stórleik á móti Paris Saint Germain og hefði örugglega getað búið eitthvað til í sókninni en tölfræðin sýnir þó að mikilvægi Samuel Umtiti í vörninni er kannski enn meira þrátt fyrir að hann sé á sínu fyrsta ári. Neymar auglýsir hæfileika sína í næstum því hverjum leik en færri taka kannski eftir frammistöðu Samuel Umtiti sem virðist þó hafa mikil áhrif á gengi liðsins. Bæði mörkin sem Barcelona fékk á sig í tapinu á móti Deportivo La Coruna komu eftir föst leikatriði og þar hefði Samuel Umtiti getað bjargað miklu. Barcelona keypti hinn 23 ára gamla Samuel Umtiti í sumar fyrir 25 milljón evrur frá Olympique Lyonnais. Tölfræði Barcelona með og án Samuel Umtiti í spænsku deildinni í vetur er hreinlega sláandi. Liðið hefur unnið alla sextán leikina með hann innanborðs en aðeins tvo af ellefu án hans. En hver er ástæðan? Leikstíll Barcelona-liðsins hefur mikið um það að segja. Það er nefnilega ekki fyrir hver sem er að spila í Barcelona-vörninni enda þarf viðkomandi varnarmanni að líða einstaklega vel með boltann og geta spilað honum vel frá sér. Samuel Umtiti smellpassar þarna inn í Barca liðið því hann hjálpar liðinu að verjast í háloftunum um leið og hann er mjög öruggur með boltann. Umtiti hefur sýnd veikleikamerki eins og í 4-0 tapinu í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain og í 2-1 tapi á móti Athletic Bilbao í spænska bikarnum en það eru undantekningarnar. Frammistaða Samuel Umtiti á fyrsta ári og það að hann er aðeins 23 ára gamall bendir til þess að þarna sé á ferðinni framtíðarleiðtogi Barcelona-varnarinnar næstu árin.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira