Íslendingur sat tíma hjá Angelinu Jolie í LSE Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2017 19:30 Álfrún Perla Baldursdóttir sat tíma hjá bandarísku leikkonunni Angelinu Jolie í LSE í dag. vísir Álfrún Perla Baldursdóttir, meistaranemi í átakafræðum í London School of Economics and Political Science (LSE), segir að það hafi verið mjög áhugavert að sitja tíma hjá kvikmyndastjörnunni Angelinu Jolie í dag en Jolie, sem er gestaprófessor við LSE, hélt fyrirlestur í dag í námskeiðinu Women, Peace and Security (ísl. Konur, friður og öryggi). Er þetta í fyrsta skipti sem Jolie heldur fyrirlestur við háskólann en tæpt ár er síðan tilkynnt var um að Jolie væri orðin gestaprófessor í sérstöku meistaranámi sem snýr einmitt að konum, friði og öryggi. Áður en Jolie hélt fyrirlesturinn í dag sagði hún við dagblaðið London Evening Standard að hún væri dálítið stressuð og með fiðrildi í maganum. Álfrún segir að Jolie hafi einmitt minnst á það við upphaf fyrirlestursins að hún væri dálítið stressuð. Sjálf hefði hún ekki lagt mikla áherslu á að mennta sig og ekki verið mikið inni í akademíunni en auk þess að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona heims í dag er Jolie sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna og hefur hún stöðu diplómata innan samtakanna. Áður var hún velgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni sem hún hefur starfað fyrir allt frá árinu 2001.Ræddi mikilvægi forgangsröðunar verkefna í mannúðarstarfsemi „Þetta var mjög áhugavert og hún var að segja mjög skemmtilega hluti. Hún talaði um hversu blaut hún hafi verið á bak við eyrun þegar hún byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sagði til dæmis frá því þegar hún kom í flóttamannabúðir í Darfúr þar sem voru 250 þúsund manns en engin sápa. Hún spurði af hverju það væri ekki bara keypt sápa og komst þá að því að það kostaði 250 þúsund dollara. Þá spurði hún hvort að fólkið í flóttamannabúðunum gæti ekki bara búið sápuna til og benti á að það væri atvinnuskapandi. Á móti var henni þá bent á að slík framleiðsla gæti haft slæm áhrif á efnahag landsins,“ segir Álfrún.Jolie með nemendum LSE í dag.mynd/facebook-síða LSEÞá segir hún að Jolie hafi mikið rætt mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum í mannúðarstarfsemi og það þyrfti að breyta og bæta forgangsröðunina. Auk þess ræddi hún um stöðu kvenna í átökum og í flóttamannabúðum. Fyrirlesturinn stóð í um einn og hálfan tíma og sátu hann um 50 nemendur við LSE.En hvernig var stemningin fyrir tímann og í tímanum? „Okkur var ekki sagt að hún væri að koma fyrr en mínútu áður en hún kom inn í stofuna. Það eina sem var búið að segja fyrir tímann var að það myndi koma gestaprófessor og svo kom í Daily Mail í gær að Angelina Jolie væri í London. Þá fór fólk svona að pæla hvort að hún myndi koma í tímann í dag og svo þegar okkur var sagt það mínútu áður en hún kom þá urðu smá læti en síðan var það bara búið. Það var svo kannski dálítil spenna fyrstu tíu mínúturnar,“ segir Álfrún.Jolie táraðist þegar hún rifjaði upp reynslusögu 13 ára stúlku frá Íran Aðspurð hvort það hafi verið öðruvísi að vera í tíma hjá kvikmyndastjörnu heldur en háskólaprófessor segir Álfrún: „Já og nei. Það sem var öðruvísi var kannski að hún viðurkenndi sína veikleika þegar hún fékk til dæmis tvær spurningar sem hún vissi ekki nákvæmlega svarið við. Þá sagði hún það bara, að hún vissi ekki svarið við nákvæmlega þessu en hún gæti hins vegar sagt frá öðru. Það er eitthvað sem háskólaprófessorar og stjórnmálamenn eru ekki mikið í heldur tala þeir bara um það sem þeir vita. Svo var hún auðvitað mjög sjarmerandi, fyndin og skemmtilegt. Hún er greinilega performer og það er augljóst að það liggur fyrir henni að tala fyrir framan fólk.“ Þá segir að Jolie hafi verið einlæg. „Hún er auðvitað aktívisti og náttúrulega mjög innblásin af þessu öllu saman. Hún táraðist til dæmis þegar hún sagði okkar reynslusögu 13 ára stelpu frá Íran. Það er ekki eitthvað sem maður myndi sjá háskólaprófessor gera í tíma.“ Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Álfrún Perla Baldursdóttir, meistaranemi í átakafræðum í London School of Economics and Political Science (LSE), segir að það hafi verið mjög áhugavert að sitja tíma hjá kvikmyndastjörnunni Angelinu Jolie í dag en Jolie, sem er gestaprófessor við LSE, hélt fyrirlestur í dag í námskeiðinu Women, Peace and Security (ísl. Konur, friður og öryggi). Er þetta í fyrsta skipti sem Jolie heldur fyrirlestur við háskólann en tæpt ár er síðan tilkynnt var um að Jolie væri orðin gestaprófessor í sérstöku meistaranámi sem snýr einmitt að konum, friði og öryggi. Áður en Jolie hélt fyrirlesturinn í dag sagði hún við dagblaðið London Evening Standard að hún væri dálítið stressuð og með fiðrildi í maganum. Álfrún segir að Jolie hafi einmitt minnst á það við upphaf fyrirlestursins að hún væri dálítið stressuð. Sjálf hefði hún ekki lagt mikla áherslu á að mennta sig og ekki verið mikið inni í akademíunni en auk þess að vera ein þekktasta kvikmyndaleikkona heims í dag er Jolie sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna og hefur hún stöðu diplómata innan samtakanna. Áður var hún velgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni sem hún hefur starfað fyrir allt frá árinu 2001.Ræddi mikilvægi forgangsröðunar verkefna í mannúðarstarfsemi „Þetta var mjög áhugavert og hún var að segja mjög skemmtilega hluti. Hún talaði um hversu blaut hún hafi verið á bak við eyrun þegar hún byrjaði að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sagði til dæmis frá því þegar hún kom í flóttamannabúðir í Darfúr þar sem voru 250 þúsund manns en engin sápa. Hún spurði af hverju það væri ekki bara keypt sápa og komst þá að því að það kostaði 250 þúsund dollara. Þá spurði hún hvort að fólkið í flóttamannabúðunum gæti ekki bara búið sápuna til og benti á að það væri atvinnuskapandi. Á móti var henni þá bent á að slík framleiðsla gæti haft slæm áhrif á efnahag landsins,“ segir Álfrún.Jolie með nemendum LSE í dag.mynd/facebook-síða LSEÞá segir hún að Jolie hafi mikið rætt mikilvægi þess að forgangsraða verkefnum í mannúðarstarfsemi og það þyrfti að breyta og bæta forgangsröðunina. Auk þess ræddi hún um stöðu kvenna í átökum og í flóttamannabúðum. Fyrirlesturinn stóð í um einn og hálfan tíma og sátu hann um 50 nemendur við LSE.En hvernig var stemningin fyrir tímann og í tímanum? „Okkur var ekki sagt að hún væri að koma fyrr en mínútu áður en hún kom inn í stofuna. Það eina sem var búið að segja fyrir tímann var að það myndi koma gestaprófessor og svo kom í Daily Mail í gær að Angelina Jolie væri í London. Þá fór fólk svona að pæla hvort að hún myndi koma í tímann í dag og svo þegar okkur var sagt það mínútu áður en hún kom þá urðu smá læti en síðan var það bara búið. Það var svo kannski dálítil spenna fyrstu tíu mínúturnar,“ segir Álfrún.Jolie táraðist þegar hún rifjaði upp reynslusögu 13 ára stúlku frá Íran Aðspurð hvort það hafi verið öðruvísi að vera í tíma hjá kvikmyndastjörnu heldur en háskólaprófessor segir Álfrún: „Já og nei. Það sem var öðruvísi var kannski að hún viðurkenndi sína veikleika þegar hún fékk til dæmis tvær spurningar sem hún vissi ekki nákvæmlega svarið við. Þá sagði hún það bara, að hún vissi ekki svarið við nákvæmlega þessu en hún gæti hins vegar sagt frá öðru. Það er eitthvað sem háskólaprófessorar og stjórnmálamenn eru ekki mikið í heldur tala þeir bara um það sem þeir vita. Svo var hún auðvitað mjög sjarmerandi, fyndin og skemmtilegt. Hún er greinilega performer og það er augljóst að það liggur fyrir henni að tala fyrir framan fólk.“ Þá segir að Jolie hafi verið einlæg. „Hún er auðvitað aktívisti og náttúrulega mjög innblásin af þessu öllu saman. Hún táraðist til dæmis þegar hún sagði okkar reynslusögu 13 ára stelpu frá Íran. Það er ekki eitthvað sem maður myndi sjá háskólaprófessor gera í tíma.“
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira