Ekki nægilega fatlaðir fyrir akstursþjónustu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Fyrrverandi íbúar á Sólheimum hafa greint frá því að hafa verið einangraðir á Sólheimum vegna lítillar akstursþjónustu. vísir/vilhelm Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira