Emily skellir sér út að viðra hundinn sinn um götur New York borgar eins og ekkert sé eðlilegra. Fyrirsætan er klædd í svört undirföt og stígvél. Hún hefur lengi verið talsmaður þess að konur megi sýna líkama sinn á hvaða hátt sem er og að enginn eigi rétt á að dæma neinn fyrir að koma fáklæddur fram. Líkaminn er okkar eigin og við ráðum hvað við gerum við hann.
Ekki svo vitlaust hjá Emily sem er glæsileg í nýjustu auglýsingunum DKNY sem hafa vakið mikla athygli.