Magna og Ford smíða saman koltrefjayfirbyggingu Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 12:32 Ford Mondeo bíll sem að stórum hluta er smíðaður úr koltrefjum. Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína. Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent
Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína.
Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent