Magna og Ford smíða saman koltrefjayfirbyggingu Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 12:32 Ford Mondeo bíll sem að stórum hluta er smíðaður úr koltrefjum. Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent
Kanadíski hluti Magna og Ford hafa smíðað yfirbyggingu á Ford Mondeo bíl sem minnkar vigt hans um 34% og kemur til með að minnka eyðsluna umtalsvert. Með því að skipta út 45 pörtum bílsins sem áður voru smíðaðir úr stáli með koltrefjum hefur íhlutunum verið fækkað um 87% og eru koltrefjahlutarnir límdir saman en ekki soðnir. Miklar prófanir hafa nú þegar farið fram á þessari nýju yfirbyggingu þar sem nýjustu tölvutækni er beitt. Þessi þróun Magna og Ford er drifin áfram af sífellt harðari kröfum um eyðslu bíla og mikið er unnið með því að létta bíla. Forvitnilegt verður að sjá hvort brátt sjáist bílar frá Ford sem byggja á þessum tilraunum, en víst er að margir bílaframleiðendur horfa til aukinnar notkunar á koltrefjum, sem og áli, til að létta bíla sína.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent