Lög um brókun nr. 4/2018 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2017 07:00 Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því. Á ýmsum sviðum samfélagsins hefur ríkisvaldinu mistekist að viðhalda reglu. Frávikin eru ekki slík að þau falli inn í réttarkerfi dagsins í dag en þau mætti leysa auðveldlega með vinalegri brókun. Hér á landi hefur löngum verið vöntun á lagaramma utan um hvenær á og hvenær má bróka einstakling. Tökum dæmi. Hópur fólks tekur víkingaklappið ekki í tengslum við kappleik í íþróttum. Væru þessi mál í röð og reglu ætti fólki í nágrenninu að renna blóðið til skyldunnar, stöðva þessa fáránlegu hegðun, ganga að hópnum og bróka hvern og einn fyrir þátttöku hans í athæfinu. Í slíku tilfelli ætti það að vera samfélagsleg skylda að bróka náungann. Í öðrum atvikum gætirðu haft val um það. Tökum dæmi. Verðirðu vitni að því að einhver teppir umferð á vinstri akrein ættir þú að mega taka niður númerið, fletta upp eigandanum og mæta heim til hans og bróka hann. Aðrir hlutir sem ættu að réttlæta brókun eru til að mynda að smjatta, segja „víst að“ í stað „fyrst að“, að tala hátt í bíó eða á tónleikum, að senda storysnöpp, að flokka ekki rusl, að hlusta á U2, að geyma símann í beltishulstri og að vera með kveikt á takkahljóðinu í símanum. Og auðvitað að skeyta ekki um að bróka einhvern fyrir brókunarvert athæfi. Það hljóta allir að sjá að hér er þjóðþrifamál á ferðinni. Tökum höndum saman, grípum í nærbuxnastreng samborgarans þegar það á við og kippum. Gerum Ísland stórkostlegt á ný.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Það er langt síðan opinber smánun og líkamlegar refsingar voru lagðar niður hér á landi og er það vel að stærstum hluta. Þó eru til undantekningar frá því. Á ýmsum sviðum samfélagsins hefur ríkisvaldinu mistekist að viðhalda reglu. Frávikin eru ekki slík að þau falli inn í réttarkerfi dagsins í dag en þau mætti leysa auðveldlega með vinalegri brókun. Hér á landi hefur löngum verið vöntun á lagaramma utan um hvenær á og hvenær má bróka einstakling. Tökum dæmi. Hópur fólks tekur víkingaklappið ekki í tengslum við kappleik í íþróttum. Væru þessi mál í röð og reglu ætti fólki í nágrenninu að renna blóðið til skyldunnar, stöðva þessa fáránlegu hegðun, ganga að hópnum og bróka hvern og einn fyrir þátttöku hans í athæfinu. Í slíku tilfelli ætti það að vera samfélagsleg skylda að bróka náungann. Í öðrum atvikum gætirðu haft val um það. Tökum dæmi. Verðirðu vitni að því að einhver teppir umferð á vinstri akrein ættir þú að mega taka niður númerið, fletta upp eigandanum og mæta heim til hans og bróka hann. Aðrir hlutir sem ættu að réttlæta brókun eru til að mynda að smjatta, segja „víst að“ í stað „fyrst að“, að tala hátt í bíó eða á tónleikum, að senda storysnöpp, að flokka ekki rusl, að hlusta á U2, að geyma símann í beltishulstri og að vera með kveikt á takkahljóðinu í símanum. Og auðvitað að skeyta ekki um að bróka einhvern fyrir brókunarvert athæfi. Það hljóta allir að sjá að hér er þjóðþrifamál á ferðinni. Tökum höndum saman, grípum í nærbuxnastreng samborgarans þegar það á við og kippum. Gerum Ísland stórkostlegt á ný.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.