Óli Jóels úr GameTíví heimsótti á dögunum íslenska fyrirtækið Solid Clouds, sem vinnur að fjölspilunarherkænskuleiknum Starborne. Þar hitti hann Arelíus Arelíusarson sem kynnti hann fyrir leiknum og sýndi út á hvað hann gengur, en þar er af nógu að taka. Nú standa svokallaðar Alpha-prufur yfir og geta allir skráð sig.
Arelíus sýndi Óla hvernig byggja á geimstöðvar á risastóru korti leiksins og hvernig byggja á skip og senda þau til að kanna fjarlægar stjörnur eða gera árásir á aðra spilara. Bandalög eru mikilvæg í Starborne og er mikilvægt að spilarar tali við nágranna sína og jafnvel sérhæfi flota sína fyrir ákveðin hlutverk.
Til stendur að láta hverja leiki standa yfir í um hálft ár.
