Evrópumeistarar Real Madrid mæta Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag.
Englandsmeistarar Leicester City mæta Atlético Madrid, silfurliði Meistaradeildarinnar í fyrra.
Ítalíumeistarar Juventus mæta Spánarmeisturum Barcelona. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2015 þar sem Barcelona hafði betur, 3-1.
Þá mætast tvö skemmtilegustu lið Evrópu, Borussia Dortmund og Monaco.
Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram 11. og 12. apríl og þeir seinni 18. og 19. apríl.
Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar:
Atlético Madrid - Leicester
Dortmund - Monaco
Bayern München - Real Madrid
Juventus - Barcelona
