Subaru ekur bobsleðabraut 17. mars 2017 16:26 Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent