Subaru ekur bobsleðabraut 17. mars 2017 16:26 Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent
Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent