Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2017 22:45 Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað. Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað.
Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45
Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22