Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2017 22:45 Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað. Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað.
Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45
Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22