Bann við olíuvinnslu miðist við ísrönd en ekki heimskautsbaug Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2017 22:45 Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað. Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Evrópuþingið í Strassborg hafnaði í gær að styðja bann gegn allri olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs, en slík samþykkt hefði getað snert áform Íslendinga á Drekasvæðinu. Þess í stað var ályktað gegn olíuvinnslu á þeim svæðum evrópska efnahagssvæðisins sem þakin eru hafís. Umhverfissamtök eins og Greenpeace hafa þrýst á Evrópusambandið að styðja bann gegn olíuvinnslu á norðurslóðum en þau hafa á undanförnum árum beitt sér gegn vaxandi umsvifum Norðmanna og Rússa í Barentshafi, meðal annars með því að klifra um borð í olíuborpalla. Mótmæli þeirra hafa einnig tengst olíuleit Íslendinga eins og þegar hópur Grænfriðunga í ísbjarnarbúningum stormaði inn á olíuráðstefnu í Osló árið 2013 í þann mund sem Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja ræðu um Drekasvæðið. Greenpeace-félagar í ísbjarnarbúningum tóku orðið af Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra á olíuráðstefnu í Osló árið 2013. En nú anda norskir ráðamenn léttar eftir að tillögu um olíuvinnslubann norðan heimskautsbaugs var hafnað á þingi Evrópusambandsins í gær. Samþykkt tillögunnar hefði einnig getað sett íslensk stjórnvöld í bobba gagnvart Evrópusambandinu því íslenska Drekasvæðið liggur allt norðan heimskautsbaugs, rétt eins og olíu- og gasvinnslusvæði Norðmanna í Barentshafi. Þótt Norðmenn séu ekki aðilar að Evrópusambandinu beittu norsk stjórnvöld sér ákaft gegn samþykkt tillögunnar með þeim rökum að olíusvæðin í Barentshafi séu íslaus allt árið og fjarri ísjaðrinum. Samkvæmt upplýsingum íslenska utanríkisráðuneytisins í dag beittu íslensk stjórnvöld sér ekki í málinu. Niðurstaða Evrópuþingsins varð sú að samþykkja ályktun, sem ekki er skuldbindandi, þar sem lagst er gegn olíuvinnslu á hafíssvæðum evrópska efnahagssvæðisins. Evrópumálaráðherra Noregs fagnar niðurstöðunni í þarlendum fjölmiðlum en talsmenn umhverfissamtaka segja að það sé nú opið fyrir túlkun hvar ísjaðarinn liggi. Og hvað varðar íslenska Drekasvæðið, þá segir í tíu ára gamalli matsskýrslu að hafís hafi lítið borist inn á svæðið á síðustu áratugum, hafísárin 1965 til 1971 séu þó undantekning. Suðausturhorn svæðisins hafi þó verið íslaust á þessum tíma, að því best sé vitað.
Olíuleit á Drekasvæði Norðurslóðir Bensín og olía Evrópusambandið Tengdar fréttir Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45 Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30 Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Fleiri fréttir Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Stefna norska ríkinu til að stöðva olíuleit Greenpeace hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og telur að nýjustu útboð í Barentshafi brjóti gegn Parísarsáttmálanum og norsku stjórnarskránni. 19. október 2016 20:45
Norðmenn stefna enn norðar með olíuboranir Þátttaka áhrifamestu ríkja um olíuvinnslu á Norðurslóðum í ráðstefnu í Noregi í vikunni er skýr vísbending um að alþjóðasamfélagið vilji nýta auðlindir norðursins, en með öruggum hætti. Þetta er túlkun helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, í grein sem hann nefnir "Skýr sýn til norðurs". Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe bauð til ráðstefnunnar í Þrándheimi. 29. júní 2012 19:30
Svona þögguðu ísbirnirnir niður í Guðna orkumálastjóra Greenpeace-samtökin í Noregi tóku myndband af mótmælaaðgerð sinni þegar meðlimir samtakanna, klæddir ísbjarnarbúningi, stormuðu inn á olíuráðstefnu í Osló í gær. 13. nóvember 2013 11:22
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent