Vilja meiri þjónustu við flóttamenn, aukið úrval af grænmetismat, geðfræðslu og hinsegin-fræðslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2017 14:31 Frá Austurbæjarskóla en ungmennaráð Miðbæjar og Hlíða lagði meðal annars fram tillögu á fundinum í gær. vísir/e.ól. Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna funduðu með borgarstjórn Reykjavíkur í gær og lögðu fram ýmsar tillögur um það sem þau telja að betur megi fara í borginni. Þannig lögðu fulltrúar ungmennaráðs Kjalarness fram tillögu um aukna þjónustu við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Lagt var til að borgin fari fyrir lok þessa árs yfir verklag sitt er varðar móttöku flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega og auki fræðslu um málefni þessara hópa. Þá vilja ungmennin að flóttamönnum og umsækjendum verði tryggt aðgengi að nauðsynlegri skilgreindri þjónustu.Fulltrúar í ungmennaráði Miðborgar og Hlíða lögðu til að skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar auki og bæti hinsegin-fræðslu í grunnskólum borgarinnar ekki seinna en á skólaárinu 2017 til 2018. Þá lögðu fulltrúar í ungmennaráði Vesturbæjar til að skóla-og frístundasvið sjái til þess að í mötuneytum grunnskólanna verði úrval af grænmetis-og veganmat aukið og að það verði tryggt að innihaldslýsing matvæla verði aðgengileg nemendum og foreldrum ekki seinna en skólaárið 2017 til 2018. Fulltrúar úr ungmennaráði Grafarvogs lögðu svo til að Reykjavíkurborg „bjóði upp á fagmannlega geðfræðslu fyrir nemendur á mið-og grunnskólastigi í grunnskólum Reykjavíkurborgar frá og með hausti 2019 með stuðningi skóla-og frístundasviðs,“ eins og segir í tillögunni. Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fulltrúar Reykjavíkurráðs ungmenna funduðu með borgarstjórn Reykjavíkur í gær og lögðu fram ýmsar tillögur um það sem þau telja að betur megi fara í borginni. Þannig lögðu fulltrúar ungmennaráðs Kjalarness fram tillögu um aukna þjónustu við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Lagt var til að borgin fari fyrir lok þessa árs yfir verklag sitt er varðar móttöku flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega og auki fræðslu um málefni þessara hópa. Þá vilja ungmennin að flóttamönnum og umsækjendum verði tryggt aðgengi að nauðsynlegri skilgreindri þjónustu.Fulltrúar í ungmennaráði Miðborgar og Hlíða lögðu til að skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar auki og bæti hinsegin-fræðslu í grunnskólum borgarinnar ekki seinna en á skólaárinu 2017 til 2018. Þá lögðu fulltrúar í ungmennaráði Vesturbæjar til að skóla-og frístundasvið sjái til þess að í mötuneytum grunnskólanna verði úrval af grænmetis-og veganmat aukið og að það verði tryggt að innihaldslýsing matvæla verði aðgengileg nemendum og foreldrum ekki seinna en skólaárið 2017 til 2018. Fulltrúar úr ungmennaráði Grafarvogs lögðu svo til að Reykjavíkurborg „bjóði upp á fagmannlega geðfræðslu fyrir nemendur á mið-og grunnskólastigi í grunnskólum Reykjavíkurborgar frá og með hausti 2019 með stuðningi skóla-og frístundasviðs,“ eins og segir í tillögunni.
Flóttamenn Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira