Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB 1. mars 2017 23:30 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/AFP „Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu. Brexit Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
„Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu.
Brexit Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira