Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Jeff Sessions dómsmálaráðherra er hann mætti í yfirheyrslu hjá einni af nefndum öldungadeildarinnar. Nordicphotos/AFP Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvorum öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Demókratar þrýsta á afsögn Jeffs Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Telja þeir að hann hafi sagt ósatt, eiðsvarinn, í yfirheyrslum áður en skipan hans í embætti var staðfest. Sessions var þá spurður hvað hann myndi gera ef upp kæmist að einhver tengdur forsetaframboði Donalds Trump hefði átt í sambandi við rússnesk stjórnvöld á meðan á kosningabaráttu stóð. „Ég hef enga vitneskju um slík samskipti. Ég var kallaður staðgengill einu sinni eða tvisvar á meðan á framboðinu stóð og ég átti ekki í samskiptum við Rússa. Ég get því ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Sessions í yfirheyrslunni. Sessions tók þátt í kosningabaráttu Trumps og lýsti snemma yfir stuðningi við frambjóðandann þáverandi. Washington Post greindi hins vegar frá því í gær að Sessions hefði tvisvar rætt við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Annar fundanna fór fram á skrifstofu Sessions í öldungadeild Bandaríkjaþings í september síðastliðnum. Þegar Sessions átti í samskiptum við Kislyak, í júlí og september, sat hann í hermálanefnd öldungadeildarinnar. Talskona Sessions hefur sagt fundi Sessions og Kislyaks tengjast því starfi og að Sessions hafi alls fundað með 25 sendiherrum. Vegna þessa þrýsta Repúblikanar, flokksbræður Sessions, einnig á að hann komi hvergi nærri yfirstandandi rannsókn alríkislögreglu Bandaríkjanna á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum nóvembermánaðar. Kevin McCarthy, þingflokksformaður Repúblikana í fulltrúadeild þingsins, segir að það væri fyrir bestu að Sessions kæmi ekki að rannsókninni. „Þú vilt vera viss um að allir treysti rannsakendum,“ sagði McCarthy við fjölmiðla í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi lýsti Sessions því yfir að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa. Demókratar vilja hins vegar ganga skrefinu lengra og krefjast afsagnar Sessions. Þingflokksformaður þeirra í fulltrúadeild, Nancy Pelosi, sagði Sessions hafa sagt ósatt, eiðsvarinn, og að „ekkert annað en afsögn hans myndi duga“. Í samtali við fréttastofu MSNBC í gær sagðist Sessions aldrei hafa hitt Rússa til þess að ræða kosningabaráttuna. „Þær sögusagnir þykja mér ótrúlegar og þær eru ósannar,“ sagði Sessions. Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, Mike Flynn, var í febrúar beðinn um að segja af sér embætti eftir að upp komst um samtöl hans við sama sendiherra. Þá kom í ljós að Flynn hefði átt í sambandi við Kislyak áður en Flynn tók við embætti og sagt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, ósatt um samskiptin. Sá munur er þó á málum þessara tveggja samherja að Flynn var óbreyttur borgari þegar samtölin áttu sér stað en Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvorum öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira