Þrátt fyrir að vera án Cristianos Ronaldo og Gareths Bale átti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með að leggja Eibar að velli í dag. Lokatölur 1-4, Real Madrid í vil.
Með sigrinum komust Madrídingar á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Barcelona getur endurheimt toppsætið með sigri á Celta Vigo í kvöld. Real Madrid á þó leik til góða á Barcelona.
Karim Benzema var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði auk þess upp mark fyrir James Rodríguez.
Staðan var 0-3 í hálfleik og eftir klukkutíma leik bætti Marco Asensio fjórða markinu við.
Ruben Pena lagaði stöðuna á 72. mínútu en nær komst Eibar ekki.
Enginn Ronaldo, enginn Bale en ekkert vesen hjá Real Madrid
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn