Hjarðhegðun Óttar Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Uppljóstranir um meðferð sakborninga í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sýna verulegar brotalamir í réttarkerfi landsins. Þegar búið var að handtaka þetta unga fólk virtust menn sannfærðir um sekt þess. Allir lögðust á eitt til að fá fram játningu, dómarar, lögmenn, lögreglumenn, fangaverðir og aðrir sem komu að málinu. Mannréttindi voru fótum troðin í þessu þverfaglega átaki að ljúka málinu sem fyrst. Almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar fylgdust með og hvöttu rannsakendur til dáða. Lýsingar á meðferðinni á Sævari Ciesielski gætu verið teknar úr frásögnum frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamo. Menn lögðu sig fram við að niðurlægja hann á alla lund. Honum var haldið vakandi svo dögum skipti. Ljósin voru aldrei slökkt í klefanum. Hann var leiddur í fót- og handjárnum á salernið. Sömu menn yfirheyrðu sakborningana og dæmdu þá síðan í áframhaldandi varðhald. Sævar sat 615 daga í einangrun. Hann var yfirheyrður ótal sinnum án verjanda síns. Þetta er siðleysi sem tíðkast helst í einræðisríkjum. Hvernig gat þetta gerst á litla Íslandi þar sem allir eru sjálfumglaðir sveitamenn inn við beinið? Hvernig var hægt að beita þessi ungmenni slíku andlegu og líkamlegu ofbeldi? Svarið felst í hjarðhegðun í réttarkerfinu þar sem allir voru sammála um réttmæti gjörða sinna. Tilgangurinn helgar meðalið. Þjóðin var sömuleiðis sannfærð um sekt fanganna. Enginn tók mark á þeirri staðhæfingu að játningarnar byggðu á skipulögðum pyntingum. Þetta voru jú engir „kórdrengir sóttir í fermingarveislu“. Þetta mál sýnir að í okkur flestum býr fól sem blómstrar í samfélagi þar sem allir eru sammála um réttmæti heimsmyndar sinnar hversu skökk og skæld sem hún annars er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Uppljóstranir um meðferð sakborninga í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sýna verulegar brotalamir í réttarkerfi landsins. Þegar búið var að handtaka þetta unga fólk virtust menn sannfærðir um sekt þess. Allir lögðust á eitt til að fá fram játningu, dómarar, lögmenn, lögreglumenn, fangaverðir og aðrir sem komu að málinu. Mannréttindi voru fótum troðin í þessu þverfaglega átaki að ljúka málinu sem fyrst. Almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar fylgdust með og hvöttu rannsakendur til dáða. Lýsingar á meðferðinni á Sævari Ciesielski gætu verið teknar úr frásögnum frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamo. Menn lögðu sig fram við að niðurlægja hann á alla lund. Honum var haldið vakandi svo dögum skipti. Ljósin voru aldrei slökkt í klefanum. Hann var leiddur í fót- og handjárnum á salernið. Sömu menn yfirheyrðu sakborningana og dæmdu þá síðan í áframhaldandi varðhald. Sævar sat 615 daga í einangrun. Hann var yfirheyrður ótal sinnum án verjanda síns. Þetta er siðleysi sem tíðkast helst í einræðisríkjum. Hvernig gat þetta gerst á litla Íslandi þar sem allir eru sjálfumglaðir sveitamenn inn við beinið? Hvernig var hægt að beita þessi ungmenni slíku andlegu og líkamlegu ofbeldi? Svarið felst í hjarðhegðun í réttarkerfinu þar sem allir voru sammála um réttmæti gjörða sinna. Tilgangurinn helgar meðalið. Þjóðin var sömuleiðis sannfærð um sekt fanganna. Enginn tók mark á þeirri staðhæfingu að játningarnar byggðu á skipulögðum pyntingum. Þetta voru jú engir „kórdrengir sóttir í fermingarveislu“. Þetta mál sýnir að í okkur flestum býr fól sem blómstrar í samfélagi þar sem allir eru sammála um réttmæti heimsmyndar sinnar hversu skökk og skæld sem hún annars er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun