Tríóið er þekkt sem BBC. Bale, Benzema og Cristiano. Þeir hafa unnið Meistaradeildina tvisvar fyrir Real Madrid en virðast ekki lengur virka vel allir saman á vellinum.
Er einhvern þeirra vantar í liðið gengur liðinu betur en þegar þeir spila allir. Það er afar áhugavert.
Real er búið að spila 16 sinnum í vetur með BBC í byrjunarliðinu. Aðeins níu leikir af sextán hafa unnist og liðið skorar þess utan aðeins minna en þegar einhvern þeirra vantar.
Án BBC í byrjunarliðinu hefur Real unnið 19 af 25 leikjum sínum. Það er 20 prósent betra sigurhlutfall.
Spænski fjölmiðillinn AS stóð fyrir skoðanakönnun í aðdraganda leiks liðsins gegn Napoli í kvöld og 77 prósent stuðningsmanna félagsins vill ekki að þeir verði allir í liðinu. Breyttir tímar.
Real betra er Bale, Benzema og Ronaldo spila ekki saman
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
