Borussia Dortmund átti ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Dortmund tapaði fyrri leiknum gegn Benfica 1-0 en vann þann seinni í kvöld með fjórum mörkum gegn engu.
Pierre-Emerick Aubameyang fór illa með færin sín í fyrri leiknum en hann var í miklu stuði í kvöld og skoraði þrennu.
Bandaríska ungstirnið Christian Pulisic komst einnig á blað. Lokatölur 4-0, Dortmund í vil.
