Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 10 en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.
Dagskráin hefst á því að Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Íslandsbanka, og Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði, kynna skýrsluna, sem nefnist Íslensk ferðaþjónusta.
Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, heldur síðan erindi, sem nefnist Afhverju Ísland? - Flugvöllur í samkeppni.
Þá taka við pallborðsumræður en í þeim taka þátt Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.
Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, stýrir fundinum ásamt pallborðsumræðum.