
Um óháða rannsókn á plastbarkamálinu
Andemariam Beyene var ungur Erítreumaður sem stundaði nám og störf á Íslandi og var sendur til Karolinska sjúkrahússins af læknum á Landspítala til mats og meðferðar. Snemmsumars 2011 varð hann fyrsti einstaklingurinn sem Paolo Macchiarini græddi í svokallaðan plastbarka. Alls urðu plastbarkaígræðslurnar átta talsins og eru sex af barkaþegunum látnir.
Andemariam lést í janúar 2014 og síðla það ár vöknuðu verulegar efasemdir um starfsaðferðir Macchiarinis í Svíþjóð. Fjölmargar rannsóknir og athuganir á málinu hófust í kjölfarið í Svíþjóð, þar á meðal lögreglurannsókn. Landspítali og Háskóli Íslands studdu rannsóknir þessar frá upphafi og lögðu til þeirra öll þau gögn sem óskað var eftir.
Viðamestu rannsóknunum er nú lokið í Svíþjóð. Þær voru gerðar af sjálfstæðum ytri rannsóknarnefndum, skipuðum af KI annars vegar og KS hins vegar. Niðurstöðurnar fólu í sér alvarlegan áfellisdóm á vinnulag innan stofnananna.
Háskólinn og Landspítalinn sinna lögðboðnu eftirliti
Þessar rannsóknir hafa eðli máls samkvæmt sérstaklega beinst að klínískum og vísindalegum ferlum í Svíþjóð. Jafnvel þó að fram hafi komið af hálfu sænsku rannsóknaraðilanna að aðeins takmarkaður hluti málsins tengist íslenskum stofnunum, er það sameiginleg afstaða okkar að brýnt sé að rannsaka sérstaklega þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala.
Jafnframt er það ábyrgðarhlutverk okkar að hlutast til um slíka rannsókn vegna skyldna til innra eftirlits sem á forstöðumönnum Háskóla Íslands og Landspítala hvíla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og lögum um heilbrigðisþjónustu.
Hér er þó rétt að árétta að gæðaeftirlit með heilbrigðisþjónustu er tvíþætt og ytra eftirlit er í höndum Embættis landlæknis (á grundvelli VI. kafla laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu og laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu). Þá fer heilbrigðisráðherra einnig með eftirlit með Landspítala (og mennta- og menningarmálaráðherra með eftirlit með Háskóla Íslands) í skjóli yfirstjórnunarheimilda samkvæmt stjórnarskrá og 14. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands.
Loks getur Alþingi sett sérstaka rannsóknarnefnd á fót til að rannsaka málið. Slíkar rannsóknir, ef út í slíkt er farið, aflétta þó ekki skyldum af Landspítala og Háskóla Íslands að sinna lögboðnu innra eftirliti. Á sama hátt útilokar rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands heldur ekki mögulega rannsókn framangreindra aðila á málinu.
Landspítali og Háskóli Íslands hafa valið sambærilega leið og stofnanirnar í Svíþjóð. Haustið 2016 var skipuð sjálfstæð ytri rannsóknarnefnd til að fjalla um þá þætti málsins sem snúa að Háskóla Íslands og Landspítala. Rannsóknarnefndina skipa Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, og Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada.
Hlutverk nefndarinnar er m.a. að veita álit sitt á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og uppfylli þær gæðakröfur sem gerðar eru til sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskum lögum. Einnig er hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í birtingu vísindagreinar um efnið auk málþings um málið sem haldið var ári eftir að fyrstu aðgerðinni lauk. Þá skal nefndin rýna niðurstöður sænsku rannsóknanna sérstaklega með tilliti til aðkomu íslenskra stofnana og/eða starfsmanna þeirra að málinu og ræða við skýrsluhöfunda.
Rannsóknarnefnd skipuð óháðum sérfræðingum
Af hálfu Háskóla Íslands og Landspítala er lögð áhersla á að rannsóknarnefndin er skipuð óháðum sérfræðingum sem hafa fullt sjálfræði um rannsóknina. Er þetta tilgreint sérstaklega í skipunarbréfi nefndarmanna, þar sem áréttað er að þeir lúti ekki stjórnunar- eða boðvaldi rektors Háskóla Íslands eða forstjóra Landspítala í störfum sínum.
Nefndinni hefur verið tryggður nauðsynlegur aðgangur að gögnum málsins með sérstöku leyfi Persónuverndar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir lok maí nk. og verða niðurstöðurnar birtar eftir því sem lög og skilyrði Persónuverndar heimila. Aðgerðir stofnananna í framhaldi af skýrslunni munu fara eftir því sem niðurstöðurnar gefa tilefni til.
Undirritaðir binda vonir við að vönduð rannsókn málsins, hér á landi og í Svíþjóð, varpi ljósi á málið í heild sinni þannig að draga megi að því sem bestan lærdóm.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hvað er markaðsverð á fiski?
Sverrir Haraldsson skrifar

Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda
Anna Karen Svövudóttir skrifar

Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt
BIrgir Dýrfjörð skrifar

Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað?
Valentina Klaas skrifar

Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti
Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar

Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna
Berit Mueller skrifar

Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Þakkir til starfsfólk Janusar
Sigrún Ósk Bergmann skrifar

Mun gervigreindin senda konur heim?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Frá, frá, frá. Fúsa liggur á
Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Nokkur orð um stöðuna
Dögg Þrastardóttir skrifar

Kynbundinn munur í tekjum á efri árum
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

#blessmeta – þriðja grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Berglind Halla Elíasdóttir skrifar

Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara!
Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar

Feluleikur Þorgerðar Katrínar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ráðalaus ráðherra
Högni Elfar Gylfason skrifar

Spólum til baka
Snævar Ingi Sveinsson skrifar

Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis
Erna Bjarnadóttir skrifar

Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna
Birna Ösp Traustadóttir skrifar

Sæluríkið Ísland
Einar Helgason skrifar

Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna
Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar

Stormurinn gegn stóðhryssunni
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Kallið þið þetta fjölbreytni?
Hermann Borgar Jakobsson skrifar

Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu
Pétur Jónasson skrifar

Réttlætið sem refsar Jóni
Hjálmar Vilhjálmsson skrifar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum
Kristján Blöndal skrifar

Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár
Katrín Matthíasdóttir skrifar