Man. City og Monaco buðu til markaveislu á Etihad | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2017 21:45 Manchester City vann Monaco, 5-3, í ótrúlegum fótboltaleik á Etihad vellinum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram í Mónakó 15. mars næstkomandi. Leikurinn í kvöld var mögnuð skemmtun; bauð upp á frábær tilþrif, átta mörk og 10 gul spjöld. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Leroys Sané. Sex mínútum síðar jafnaði Radamel Falcao metin með flugskalla eftir fyrirgjöf Fabinhos. Skömmu síðar átti Sergio Agüero að fá vítaspyrnu en spænski dómarinn Antonio Mateu Lahoz gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom hinn 18 ára gamali Kylian Mbappé Monaco í 1-2 og þannig var staðan í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fiskaði Falcao vítaspyrnu. Kólumbíumaðurinn fór sjálfur á punktinn en Willy Caballero varði slaka spyrnu hans. Á 58. mínútu jafnaði Agüero metin eftir skelfileg mistök Danijels Subasic í marki Monaco. Staðan var aðeins jöfn í þrjár mínútur því á 61. mínútu vippaði Falcao boltanum glæsilega yfir Willy og kom Monaco yfir. Agüero jafnaði í 3-3 með góðu skoti eftir hornspyrnu Davids Silva á 71. mínútu og sex mínútum síðar kom John Stones City yfir. Það var svo Sané sem skoraði fimmta mark City og síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Lokatölur 5-3, City í vil. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Manchester City vann Monaco, 5-3, í ótrúlegum fótboltaleik á Etihad vellinum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram í Mónakó 15. mars næstkomandi. Leikurinn í kvöld var mögnuð skemmtun; bauð upp á frábær tilþrif, átta mörk og 10 gul spjöld. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Leroys Sané. Sex mínútum síðar jafnaði Radamel Falcao metin með flugskalla eftir fyrirgjöf Fabinhos. Skömmu síðar átti Sergio Agüero að fá vítaspyrnu en spænski dómarinn Antonio Mateu Lahoz gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom hinn 18 ára gamali Kylian Mbappé Monaco í 1-2 og þannig var staðan í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fiskaði Falcao vítaspyrnu. Kólumbíumaðurinn fór sjálfur á punktinn en Willy Caballero varði slaka spyrnu hans. Á 58. mínútu jafnaði Agüero metin eftir skelfileg mistök Danijels Subasic í marki Monaco. Staðan var aðeins jöfn í þrjár mínútur því á 61. mínútu vippaði Falcao boltanum glæsilega yfir Willy og kom Monaco yfir. Agüero jafnaði í 3-3 með góðu skoti eftir hornspyrnu Davids Silva á 71. mínútu og sex mínútum síðar kom John Stones City yfir. Það var svo Sané sem skoraði fimmta mark City og síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Lokatölur 5-3, City í vil.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira