Cédric Soares, leikmaður Southampton, er undir smásjá Barcelona. Breska blaðið the Telegraph greinir frá.
Spænsku meistararnir eru í leit að hægri bakverði en sú staða hefur verið til vandræða eftir að Dani Alves yfirgaf Barcelona síðasta sumar.
Aleix Vidal er ökklabrotinn og leikur ekki meira með á tímabilinu og þá hefur Sergi Roberto ekki verið sannfærandi í stöðu hægri bakvarðar.
Barcelona lítur hýru auga til Cédrics sem er á sínu öðru tímabili hjá Southampton. Hann kom til enska liðsins frá Sporting 2015.
Cédric, sem er 25 ára, varð Evrópumeistari með portúgalska landsliðinu síðasta sumar. Hann hefur leikið 16 landsleiki fyrir Portúgal.
Talið er að Barcelona þurfi að bjóða a.m.k. 15 milljónir í Cédric til að Southampton sé tilbúið að selja hann.
Hægri bakvörður Southampton á óskalista Barcelona

Tengdar fréttir

Hegðun stuðningsmanna Barcelona fer í taugarnar á Enrique
"Leikmenn þurfa ekki blístur, heldur ást.“

Einstök liðsuppstilling í 118 ára sögu Barcelona
Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur á Leganés á Nývangi í gær þökk sé vítaspyrnu Lionel Messi á lokamínútu leiksins.

Messi skar Börsunga úr snörunni
Barcelona var stálheppið að vinna Leganés þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1, Börsungum í vil.