Fótbolti

Agüero ekki á förum frá City: „Ég og Pep náum vel saman“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sergio Agüero vill halda áfram á Etihad.
Sergio Agüero vill halda áfram á Etihad. vísir/getty
Sergio Agüero, framherji Manchester City, segist ekki á förum frá félaginu og ítrekar að hann og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, ná vel saman.

Argentínski framherjinn skoraði tvívegis þegar City kom til baka og vann Monaco, 5-3, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á heimavelli í gærkvöldi.

Hann missti stöðu sína tímabundið þegar brasilíska ungstirnið Gabriel Jesus mætti á Etihad og sló í gegn um leið en nú er Jesus frá keppni út tímabilið og Agüero því mættur aftur að skora mörk.

„Ég hef alltaf sagt að ég vil vera hér áfram. Í lok leiktíðar verður það ekki mín ákvörðun að fara,“ sagði Agüero eftir leikinn í gær en hann er með samning til ársins 2020.

„Sannleikurinn er sá að félagið sér alfarið um mín mál og ég ætla mér að vera hér áfram. Ég og Pep náum vel saman ef ég á að segja ykkur satt.“

„Það sem Pep vill fá umfram allt frá okkur leikmönnunum er að við keyrum okkur aðeins meira áfram. Hann er alltaf að biðja mig um meira, meira, meira. Það er ákveðin fórn sem ég þarf að færa en ég sé það alltaf virka í næsta leik,“ sagði Sergio Agüero.


Tengdar fréttir

Guardiola: Sókn, sókn, sókn

Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, var létt eftir 5-3 sigur sinna manna á Monaco í ótrúlegum leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×