Juventus er í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Porto eftir 0-2 útisigur í fyrri leiknum í kvöld.
Alex Telles, vinstri bakvörður Porto, var rekinn af velli á 27. mínútu og eftir það var róður portúgalska liðsins þungur.
Það tók Juventus þó sinn tíma að brjóta ísinn. Það tókst ekki fyrr en á 72. mínútu þegar varamaðurinn Marko Pjaca skoraði sitt fyrsta mark fyrir Juventus.
Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði annar varamaður, Dani Alves, og kom Juventus í 0-2 sem urðu lokatölur leiksins.
Varamennirnir sáu um tíu leikmenn Porto | Sjáðu mörkin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
