Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Skallagrímur 79-84 | Skallagrímur neitar að tapa á útivelli Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2017 21:45 Fanney Lind Thomas og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eigast við undir körfunni. vísir/eyþór Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Skallagrímur vann frábæran sigur á Stjörnunni, 84-79, í Dominos-deild kvenna í kvöld en liðið var stóran hluta leiksins undir og Stjarnan með pálmann í höndunum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði og tók meðfylgjandi myndir. Góður lokasprettur skildi liðin að og vann Skallagrímur sinn áttunda útileik í röð.Af hverju vann Skallagrímur?Liðið sýndi gríðarlegan mikinn baráttuhug og frábæran varnarleik. Það spilaði saman sem lið og það sást vel á hversu margir leikmenn áttu hlut í stigaskorinu. Skallagrímsliðið frákastaði vel og voru Skallagrímskonur í stökustu vandræðum oft á tíðum í sókninni. Sigur liðsheildarinnar án efa og stýrði Tavelyn Tillman liðinu vel í kvöld og gerði það að verkum að liðið vann áttunda útileikinn í röð.Bestu menn vallarinsDanielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar, og Tavelyn Tillman, leikmaður Skallagríms, voru báðar frábærar í kvöld. Dani gerði 31 stig og Tavelyn var með 35 stigHvað gekk illa ?Varnarleikur Stjörnunnar gekk ekki nægilega vel og fengu Skallagrímsstelpur alltof oft frí skot og auðveld skot. Það var augljóst að leikmenn Stjörnunnar fóru á taugum undir lokin og það er eitthvað sem liðið þarf að skoða saman fyrir úrslitakeppnina.Stjarnan-Skallagrímur 79-84 (20-20, 23-23, 20-19, 16-22)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/9 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Shanna Dacanay 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2/4 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 32/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Thomas 19, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 4/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.Sigrún: Sem betur fer komum við til baka „Það hefur verið vandamál hjá okkur í síðustu leikjum að vera með yfirhöndina og missa leikina frá okkur, en það gerðist ekki í kvöld,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, leikmaður Skallagríms, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum einhverjum tíu stigum undir í kvöld en sem betur fer komum við til baka og sniðskotin okkar fóru að detta niður. Við gerðum fá klaufaleg mistök undir lokin.“ Sigrún segir að liðið sé ekki búið að vera nægilega gott á heimavelli í vetur en Skallagrímur hefur nú unnið átta leiki í röð á útivelli. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er, þetta eru bara smáatriði sem við þurfum að laga á heimavelli og þá verður þetta allt í góðu.“ Lítið er eftir af deildarkeppninni og verður að teljast tæpt að Skallagrímur nái efsta sætinu þar sem Snæfell er með yfirhöndina. „Við verðum bara að hugsa um okkur sjálfar og vona að Snæfell misstígi sig sem ég tek mjög ólíklegt.“Pétur: Ég var að fíla okkar leik en við hrynjum alveg andlega undir lokin „Þetta var mjög skrítið og í raun endurtekning frá tapleiknum á móti Keflavík á laugardaginn,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Leikur okkar hrundi bara undir lokin þegar þær fóru í svæðisvörn. Okkar skot voru þá ekki að detta niður og þá fór að hægjast á okkur leik.“ Pétur segir að varnarleikurinn hafi sérstaklega hrunið á síðustu andartökum leiksins. „Þær komast bara í sniðskot eftir sniðskot og við náum ekki einu sinni að klukka þær. Mér fannst þetta samt sem áður frábær leikur og við spiluðum vel þangað til í restina. Vonandi fæ ég að sjá meira af þessu. Ég var að fíla liðið mitt í dag.“ Hann segir að margir leikmenn hafi stigið upp í kvöld. „Þetta var í raun bara andlegt undir restina, andlegt hrun og það þurfum við að skoða.“ Stjarnan er áfram í 4. sæti deildarinnar.vísir/eyþórSigrún Sjöfn hefur spilað vel í vetur.vísir/eyþór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira