Nú er hún komin yfir til Mílanó þar sem hún er bæði búin að sýna fyrir bæði Max Mara og Alberta Ferretti. Ekki nóg með það þá er hún einnig á einni af forsíðu hátíðarútgáfu CR Fashion Book. Í tímaritinu tekur engin önnur er ofurfyrirsætan Iman viðtal við hana.
Halima segir að hún vilji vera fyrirmynd fyrir konur sem ganga með Hijab, enda lítið um fjölbreytni hvað það varðar í tískuheiminum. Það er greinilegt að henni sé að takast áætlunarverk sitt enda strax orðin eftirsótt innan tískuheimsins. Nú er bara að vona að fleiri ungar konur í sömu sporum og Halima fái að láta ljós sitt skína á tískupöllunum.


