Var alltaf að leika fyrir bangsana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2017 09:30 „Ég gapi alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð,“ segir Gói. Vísir/Stefán Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira