Þrjú hundruð þúsund þjást Páll Stefánsson skrifar 11. febrúar 2017 14:00 Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. . Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Grafkyrr á umferðarljósum. Klukkan sló tvö, fréttir sagði þulurinn. Engin fundur hefur verið boðaður í sjómannadeilunni, og ekkert verið fundað síðan á þriðjudag í síðustu viku. Í vikunni komu 65 þúsund Rohingya-flóttamenn frá Myanmar (Búrma) til Bangladess. Páskaegg hafa lækkað um fimm prósent í verði frá því í fyrra. Ég slökkti. Leit á samferðafélagann og sagði ekki á þessu augnabliki í lok janúar: „Páskarnir eru ekki fyrr en í lok apríl.“ Heldur: „Sextíu og fimm þúsund!“ Fjórum dögum seinna var ég kominn til Cox’s Bazar, 250 þúsund manna smáþorps við landamæri Búrma, Bangladessmegin. Annar maðurinn sem ég hitti í flóttamannabúðunum kom daginn áður með tvö ung börn systur sinnar. Þau heppin, að vera komin í skjól. Foreldrarnir brenndir lifandi viku fyrr, þegar búddatrúelskir samlandar þeirra kveiktu í heimilinu og meinuðu foreldrunum útgöngu. Börnin voru sem betur fer ekki heima, heldur í heimsókn hjá móðurbróðurnum. Fyrsti flóttamaðurinn sem ég hitti var kona á óræðum aldri, 35 ára eða rúmlega fimmtug, ekki viss. Ég spurði ekki. Hún var búin að missa allt sitt. Jafnvel lífsviljann. Þennan dag á Kringlumýrarbrautinni, fimm dögum fyrr, fletti ég upp Rohingya-flóttamannavandamálinu. Vandamál? Já. Stórt? Já, risastórt. Sameinuðu þjóðirnar telja þetta langversta flóttamannavandamál í heiminum í dag. Mun verra en í Sýrlandi. Þarna er verið að fremja þjóðarmorð á þessari 1,5 milljóna manna múslimsku þjóð sem býr í nyrstu strandhéruðum Búrma. Búddatrúarríki sem stjórnað er af friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi. Í dag eru á fjórða hundrað þúsund Rohingya-flóttamenn í Bangladess. Þá viku sem ég dvaldi þarna bættust við 25 þúsund flóttamenn, hið minnsta. Og ekki velkomnir, þrátt fyrir að vera trúbræður. Nei, Bangladessar hafa nóg með sitt, örbirgt land, litlu stærra en Ísland, með rúmlega 160 milljónir íbúa. Ef Ísland væri jafn þéttbýlt og Bangladess þá byggju hér aðeins 125 milljónir. Degi eftir heimkomuna birti NY Times frétt um Rohingya-fólkið. Loksins, loksins, er heimspressan að taka við sér, hugsaði ég. En fréttin fjallaði um það að þingið í Dakka, höfuðborg Bangladess, var búið að finna óbyggða eyju úti í miðjum Bengalflóa, þangað sem nú á að senda Rohingya-flóttamennina. Losna við þá í eitt skipti fyrir öll. Svo heppilega vill nefnilega til, fyrir Bangladess, eða heimsbyggðina, að þessi óbyggða eyja er óbyggð vegna þess að hún er á bólakafi hálft árið, allt monsúntímabilið. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Annar dagurinn í fyrirheitnalandinu, í flóttamannabúðum rétt norðan við Balukhali, örfá skref inní Bangladesh. Makinn látinn. Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi kall, flóttamaður til tveggja ára, með vinnu, að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. Þvottur þveginn, vatn í matinn, sunnan við Gundum. f Ótrúlegur fjöldi barna, í flóttamannabúðunum við Gundum. c Í Kutupalong, eru fjölmennustu flóttamannabúðirnar á svæðinu. Þessi karl, flóttamaður til tveggja ára er með vinnu. Að dreifa hrísgrjónum, en hver skráð fjölskylda fær allt að 25 kg á viku, allt eftir fjölskyldustærð. f Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita, í Cox´s Bazar Þessi Rohingya piltur, fékk sér miðdegislúr, í 30 stiga hita í Cox´s Bazar. Við þorpið Gundum, eru aðeins 500 hundruð metrar til Búrma. Þarna hafa 12 þúsund flóttamenn komið sér upp heimili á aðeins örfáum dögum. Fyrsta sem tryggt er frá hendi flóttamannahjálpar SÞ er að koma upp brunni með hreinu vatni. Fyrsti dagurinn í nýju landi. þessir komu með bátskæni frá Búrma um nóttina, og lentu á ströndinni við Rajapalong, 40 km sunnan við Cox´s Bazar. .
Bangladess Mjanmar Róhingjar Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira