Að bregðast og bregðast við Magnús Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Það er erfitt að fylgjast með fréttum af þeirri meðferð sem vistfólk, bæði börn og fullorðnir, mátti sæta á Kópavogshæli eins og hefur verið að koma í ljós að undanförnu. Í kjölfar þess að vistheimilanefnd skilaði dómsmálaráðherra skýrslu sem fjallar um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993 hefur hvert málið á fætur öðru komið upp á yfirborðið þar sem fólk vitnar um ofbeldi og óásættanlegan aðbúnað einstaklinga sem höfðu það eitt sér til saka unnið að vera hjálpar þurfi. Að þarfnast þess að samfélagið væri reiðubúið til þess að veita því mannsæmandi líf, tækifæri og umhyggju. En óháð efnahag, heilsufari eða öðrum óviðráðanlegum aðstæðum. Samfélagið brást þessu fólki. Braut á rétti þess og stóð velferð þess fyrir þrifum – ekki aðeins vegna vanþekkingar heldur ekki síður vegna fjárhagslegra sjónarmiða. Það reyndist ódýrara fyrir samfélagið til skemmri tíma litið að fara illa með fólk en að veita því það sem það þurfti á að halda. Það er nöturleg tilhugsun og erfið að við sem samfélag þurfum öll að axla einhverja ábyrgð í þessu ljóta máli. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú gengið á undan með góðu fordæmi og beðið hlutaðeigandi aðila sem og aðstandendur þeirra afsökunar á því hvernig málum var háttað. Og ekki síður að nú verði unnið að því að bæta þá sáru reynslu sem fólk varð fyrir með þeim hætti sem frekast er unnt. Bjarni bendir einnig réttilega á að ýmsan lærdóm megi draga af rannsókn nefndarinnar og mikilvægi þess að ráðherrar fari yfir tillögur, settar fram í skýrslunni, og meti til hvaða ráðstafana verði gripið í því skyni að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sér að sinna málefnum fatlaðra og mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi þeirra. En það er að sama skapi óumræðilega mikilvægt að slíkt sé ekki einungis gert í ljósi fortíðar heldur að við höfum hugrekki til þess að horfast í augu við stöðu þessara mála í samtímanum og hvernig frammistaða okkar í þessu málefni verður metin eftir einhver ár eða áratugi. Eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðra er því að horfast í augu við samtímann og huga að því sem betur mætti fara. Að leita til hagsmunaaðila og afla sér upplýsinga um það hvernig íslenskt samfélag er að standa sig í þessum efnum í raun og veru og horfast í augu við staðreyndir þar að lútandi. Takist ríkisstjórninni það yrði það án efa til framfara fyrir fjölda einstaklinga sem búa við skerðingu á ýmsum réttindum og einstaklingsfrelsi. Réttindum sem við munum vonandi dag einn líta á sem jafn sjálfsögð og þau að þurfa ekki að búa við ofríki og ofbeldi frá degi til dags. Eða eins og Mark Twain sagði svo ágætlega: „Við verðum að einbeita okkur að framtíðinni því að þar verðum við það sem eftir er ævinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Það er erfitt að fylgjast með fréttum af þeirri meðferð sem vistfólk, bæði börn og fullorðnir, mátti sæta á Kópavogshæli eins og hefur verið að koma í ljós að undanförnu. Í kjölfar þess að vistheimilanefnd skilaði dómsmálaráðherra skýrslu sem fjallar um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993 hefur hvert málið á fætur öðru komið upp á yfirborðið þar sem fólk vitnar um ofbeldi og óásættanlegan aðbúnað einstaklinga sem höfðu það eitt sér til saka unnið að vera hjálpar þurfi. Að þarfnast þess að samfélagið væri reiðubúið til þess að veita því mannsæmandi líf, tækifæri og umhyggju. En óháð efnahag, heilsufari eða öðrum óviðráðanlegum aðstæðum. Samfélagið brást þessu fólki. Braut á rétti þess og stóð velferð þess fyrir þrifum – ekki aðeins vegna vanþekkingar heldur ekki síður vegna fjárhagslegra sjónarmiða. Það reyndist ódýrara fyrir samfélagið til skemmri tíma litið að fara illa með fólk en að veita því það sem það þurfti á að halda. Það er nöturleg tilhugsun og erfið að við sem samfélag þurfum öll að axla einhverja ábyrgð í þessu ljóta máli. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú gengið á undan með góðu fordæmi og beðið hlutaðeigandi aðila sem og aðstandendur þeirra afsökunar á því hvernig málum var háttað. Og ekki síður að nú verði unnið að því að bæta þá sáru reynslu sem fólk varð fyrir með þeim hætti sem frekast er unnt. Bjarni bendir einnig réttilega á að ýmsan lærdóm megi draga af rannsókn nefndarinnar og mikilvægi þess að ráðherrar fari yfir tillögur, settar fram í skýrslunni, og meti til hvaða ráðstafana verði gripið í því skyni að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sér að sinna málefnum fatlaðra og mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi þeirra. En það er að sama skapi óumræðilega mikilvægt að slíkt sé ekki einungis gert í ljósi fortíðar heldur að við höfum hugrekki til þess að horfast í augu við stöðu þessara mála í samtímanum og hvernig frammistaða okkar í þessu málefni verður metin eftir einhver ár eða áratugi. Eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðra er því að horfast í augu við samtímann og huga að því sem betur mætti fara. Að leita til hagsmunaaðila og afla sér upplýsinga um það hvernig íslenskt samfélag er að standa sig í þessum efnum í raun og veru og horfast í augu við staðreyndir þar að lútandi. Takist ríkisstjórninni það yrði það án efa til framfara fyrir fjölda einstaklinga sem búa við skerðingu á ýmsum réttindum og einstaklingsfrelsi. Réttindum sem við munum vonandi dag einn líta á sem jafn sjálfsögð og þau að þurfa ekki að búa við ofríki og ofbeldi frá degi til dags. Eða eins og Mark Twain sagði svo ágætlega: „Við verðum að einbeita okkur að framtíðinni því að þar verðum við það sem eftir er ævinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. febrúar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun