Bretar óttast verðhækkanir á fiski og frönskum vegna verkfalls sjómanna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 11:01 Fiskur og franskar er gríðarlega vinsæll réttur víða um heim, sérstaklega í Bretlandi. Vísir/AFP Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent