Í versluninni voru seld þúsundir varalita ásamt öðrum varningi sem merkt eru Kylie. Ungstirnið hefur náð að byggja sér upp einstakt viðskiptaveldi sem byggir að mestu á snyrtivörum. Hún hóf að selja Kylie Lip-Kit varalitina fyrir aðeins rúmu ári síðan.
Á seinasta ári var Kylie tekjuhæsta Kardashian systirin á eftir Kim Kardashian. Þá er magnað að hugsa til þess að Kylie er aðeins 19 ára gömul.
Þúsundir manna biðu fyrir utan búðina og það sem meira var náðu flestir sem biðu í röðinni að kaupa sér Kylie varning. Hægt er að sjá mannmergðina hér fyrir neðan.