Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Ritstjórn skrifar 14. febrúar 2017 20:45 Jeremy Meeks á vel heima í fyrirsætuheiminum. Mynd/GEtty Þegar Jeremy Meeks endaði í fangelsi fyrir nokkrum árum þá var það fangamyndin af honum en ekki lögbrotin hans sem gerði allt vitlaust. Myndin, sem sjá má neðst í fréttinni, fór eins og eldur í sinu um internetið á sínum tíma enda er um að ræða mann með einstakt útlit. Nú hefur þessi ódauðlega ljósmynd af honum skilað honum sinni fyrstu tískusýningu. Þegar hann losnaði úr fangelsi á seinasta ári náði hann nánast um leið að redda sér fyrirsætusamning. Í dag gekk hann tískupallinn fyrir bandaríska hönnuðinn Philipp Plein á tískuvikunni í New York. Það verður að teljast ansi stórst verkefni fyrir fyrirsætu sem er að stíga sín fyrstu skref í tískuheiminum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort aðrir hönnuðir ráði Jeremy til sín í fleiri verkefni á næstunni. Jeremy sló í gegn á tískupallinum.Mynd/GettyÞessi mynd var afar vinsæl á internetinu fyrir nokkrum árum. Mest lesið Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Kjólaveisla á Met Gala Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Götutískan í köldu París Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Klæðum okkur rétt á Secret Solstice Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Topp snyrtivörur júlímánaðar Glamour Litrík dress Bjarkar Glamour
Þegar Jeremy Meeks endaði í fangelsi fyrir nokkrum árum þá var það fangamyndin af honum en ekki lögbrotin hans sem gerði allt vitlaust. Myndin, sem sjá má neðst í fréttinni, fór eins og eldur í sinu um internetið á sínum tíma enda er um að ræða mann með einstakt útlit. Nú hefur þessi ódauðlega ljósmynd af honum skilað honum sinni fyrstu tískusýningu. Þegar hann losnaði úr fangelsi á seinasta ári náði hann nánast um leið að redda sér fyrirsætusamning. Í dag gekk hann tískupallinn fyrir bandaríska hönnuðinn Philipp Plein á tískuvikunni í New York. Það verður að teljast ansi stórst verkefni fyrir fyrirsætu sem er að stíga sín fyrstu skref í tískuheiminum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvort aðrir hönnuðir ráði Jeremy til sín í fleiri verkefni á næstunni. Jeremy sló í gegn á tískupallinum.Mynd/GettyÞessi mynd var afar vinsæl á internetinu fyrir nokkrum árum.
Mest lesið Golden Globes 2016: Bestu augnablikin Glamour Kjólaveisla á Met Gala Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Götutískan í köldu París Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Klæðum okkur rétt á Secret Solstice Glamour Kate Moss og Jamie Hince að skilja? Glamour Klæða af sér kuldann með litum og munstrum Glamour Topp snyrtivörur júlímánaðar Glamour Litrík dress Bjarkar Glamour