Það var ekki einn heldur tveir leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain sem héldu upp á afmælið sitt í gær með því að skora á móti Barcelona í Meistaradeildinni.
14. febrúar 1987 fæddist Edinson Cavani í Salto í Úrúgvæ
14. febrúar 1988 fæddist Ángel Di María í Rosario í Argentínu.
14. febrúar 2017 skoruðu þeir báðir í 4-0 stórsgri á Barcelona í Meistaradeildinni.
Paris Saint-Germain er komið með annan fótinn inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir þennan stórsigur og það lítur út fyrir að Lionel Messi og félagar í Barcelona geti byrjað að einbeita sér að verkefnum heima við.
Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo segir frá því að þeir Ángel Di María og Edinson Cavani séu aðrir liðsfélagarnir í sögunni sem eiga afmæli á sama segir og skora báðir á þeim degi í Meistaradeildinni.
Hitt afmælisparið eru þeir Júlio Baptista og Mirko Vucinic sem báðir eiga afmæli 1. október og þeir skoruðu báðir fyrir Roma í Meistaradeildinni 1. október 2008. Þeir skoruðu í 3-1 útisigri á Bordeaux í riðlakeppnini 2008-09 en Baptista var með tvö mörk í leiknum.
Þeir Ángel Di María og Edinson Cavani voru aftur á móti fyrstu liðsfélagarnir sem skora báðir á afmælisdaginn sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Ángel Di María skoraði tvö mörk í gær og bættist þar með í hóp með fimm öðrum sem hafa skorað tvennu í Meistaradeildinni á afmælisdaginn sinn.
Hinir eru Giorgi Demetradze ( Dynamo Kiev, 26. september), Ole Gunnar Solskjær (Manchester United, 26. febrúar), Dado Prso (Mónakó, 5. nóvember, ferna á afmælisdaginn), Júlio Baptista (Roma, 1. október) og Raheem Sterling (Manchester City, 8. desember).
Afmælisbörnin fóru illa með Barcelona í París í gærkvöldi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti

Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti