Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Karen Elson á Íslandi Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour „Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Glamour Stílisti Kardashian fjölskyldunnar eftirsótt í Hollywood Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Karen Elson á Íslandi Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour „Eins og að vera í öskubuskuævintýri“ Glamour Stílisti Kardashian fjölskyldunnar eftirsótt í Hollywood Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour