Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. febrúar 2017 01:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira