Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Esbjerg byrja nýtt ár með stæl en þeir unnu frábæran 3-0 sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Úrvalsdeildin danska fór af stað í kvöld eftir hið langa vetrarfrí þar í landi og var Rúnar Alex Rúnarsson í marki Nordsjælland sem tapaði, 1-0, á heimavelli fyrir Lyngby. Þar var Hallgrímur Jónasson ekki í leikmananhópi gestanna.
Guðlaugur Victor var að vanda í byrjunarliði Esbjerg og spilaði á miðjunni í kvöld en Esbjerg er búið að vera í botnbaráttu deildarinnar allt tímabilið og er þar enn.
Robin Söder kom heimamönnum yfir á 54. mínútu, Awer Mabil tvöfaldaði forskotið á 81. mínútu og Kostas Tsimikas innsiglaði 3-0 sigur Esbjerg fimm mínútum síðar. SönderjyskE var fyrir leikinn í sjötta sæti, ellefu stigum á undan Esbjerg.
Esbjerg er áfram í tólfta sæti deildarinnar af fjórtán liðum með 22 stig, stigi á eftir AGF.
Victor og félagar byrja nýtt ár með sigri
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn