Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, og félagar hans í Granada pökkuðu Real Betis saman, 4-1, í spænsku 1. deildinni í kvöld.
Sigurinn var hriklega mikilvægur fyrir Granada sem er í harðri fallbaráttu og ekki var minna sætt fyrir heimamenn að vinna svona stóran sigur á öðru Andalúsíuliði.
Mehdi Carcela-Gonzales kom Granada yfir, 1-0, á 18. mínútu og tíu mínútum síðar jók Adrian Ramos forskotið í 2-0.
Andreas Pereira, miðjumaðurinn efnilegi sem er á láni frá Manchester United, kom Granada í 3-0 á 33. mínútu og leikurinn sama og unninn eftir rúman hálftíma.
Adrian Ramos kom Granada í 4-0 á 64. mínútu en Pereira lét reka sig af velli eftir viðskipti við Matias Leiva, leikmann Betis, tveimur mínútum síðar en Betis-maðurinn fékk einnig að sjá rautt.
Petros minnkaði muninn fyrir Betis þegar fimmtán mínútur voru eftir en það var alltof lítið og alltof seint og frábær sigur Granada í höfn.
Granada er búið að vinna tvo af síðustu þremur leikjum liðsins með Sverri Inga í þriggja manna miðvarðalínu en það er nú með 16 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Sverrir Ingi og félagar rúlluðu upp Andalúsíuslagnum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
