Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög Ásgeir Erlendsson skrifar 18. febrúar 2017 21:30 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf að byggja að minnsta kosti átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Á svæðum eins og í Glaðheimum í Kópavogi, þar sem töluverður fjöldi íbúða er í uppbyggingu, eru þess dæmi að fasteignafélög, sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum, kaupi upp heilu fjölbýlishúsin. Umræddar íbúðir fari því í útleigu eða eru seldar síðar með töluverðu álagi. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þetta ekki eðlilega þróun en hann var gestur Víglínunnar í dag. „Hvernig á þetta fólk að geta keppt við þessu sterku félög? Og af hverju eru lífeyrissjóðirnir í samkeppni við fólkið sitt um þetta? Sprengja upp íbúðaverðið... Ég skil þetta ekki.“Heldurðu að þessi fasteignafélög séu einmitt að sprengja upp íbúðaverð?„Mér finnst það engin spurning. Það er skortmarkaður og þessir aðilar eru að spila þennan skortmarkað,“ segir Ármann. Hann segir best fyrir bæjarfélög að bregðast við þess ástandi með því að auka lóðaframboð.En vill Ármann ekki takmarka umsvif þessara félaga?„Það er þá bara löggjafinn sem verður að koma inn í það.“Sjá má umræðurnar í Víglínunni í heild sinni í spilaranum að neðan. Víglínan Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekki eðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélög sem kaupi upp heilu fjölbýlishúsin og eigi í þeim hlut. Þeir séu með því í samkeppni við sjóðfélaga sína og sprengi upp íbúðaverð. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um rúm 16 prósent á síðustu tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisverðs skýrist að hluta til af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf að byggja að minnsta kosti átta þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun. Á svæðum eins og í Glaðheimum í Kópavogi, þar sem töluverður fjöldi íbúða er í uppbyggingu, eru þess dæmi að fasteignafélög, sem fjármögnuð eru af lífeyrissjóðum, kaupi upp heilu fjölbýlishúsin. Umræddar íbúðir fari því í útleigu eða eru seldar síðar með töluverðu álagi. Bæjarstjórinn í Kópavogi segir þetta ekki eðlilega þróun en hann var gestur Víglínunnar í dag. „Hvernig á þetta fólk að geta keppt við þessu sterku félög? Og af hverju eru lífeyrissjóðirnir í samkeppni við fólkið sitt um þetta? Sprengja upp íbúðaverðið... Ég skil þetta ekki.“Heldurðu að þessi fasteignafélög séu einmitt að sprengja upp íbúðaverð?„Mér finnst það engin spurning. Það er skortmarkaður og þessir aðilar eru að spila þennan skortmarkað,“ segir Ármann. Hann segir best fyrir bæjarfélög að bregðast við þess ástandi með því að auka lóðaframboð.En vill Ármann ekki takmarka umsvif þessara félaga?„Það er þá bara löggjafinn sem verður að koma inn í það.“Sjá má umræðurnar í Víglínunni í heild sinni í spilaranum að neðan.
Víglínan Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira