Íslendingaliðið AGF tapaði á grátlegan hátt fyrir Aalborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-2, Aalborg í vil.
Björn Daníel Sverrisson lék allan leikinn á miðjunni hjá AGF en Theodór Elmar Bjarnason sat á bekknum og kom ekki inn á.
Staðan í hálfleik var markalaus en á 57. mínútu kom Jakub Sylvestr Aalborg yfir. Christopher Oikonomidis jafnaði metin á 78. mínútu og allt stefndi í jafntefli.
En Jannik Pohl var á öðru máli og hann skoraði sigurmark gestanna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Þetta var þriðja tap AGF í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig.
Grátlegt tap AGF
![Björn Daníel lék allan leikinn fyrir AGF.](https://www.visir.is/i/411F702C2B22E219E5042F9ED02FADA1F01AACEAD25FB599E8AE6A2DDC7B201E_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/E2A5D34AF458C701B17B2A77701006F382D60E39CEFA9889F2133B54F5C93B02_308x200.jpg)
Hjörtur og félagar gerðu það aðeins einu öðru liði hafði tekist á tímabilinu
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby sem gerði markalaust jafntefli við FCK í Kaupmannahafnarslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.